- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Útgerðarminjasafnið stendur við Sæland á Grenivík, í Hlíðarenda gömlum beitningaskúr.
Stefán Stefánsson útgerðarmaður á Miðgörðum byggði Hlíðarenda árið 1920. Á fyrsta ári Hlíðarenda var húsið notað sem skipasmíðastöð. Þar var báturinn Hermann TH34 smíðaður en hann var hálfan fjórða áratug gerður út frá Grenivík og síðar Akureyri og er nú kominn í eigu safnsins. Mest var húsið notað sem beitningaskúr en skúrböllin sem þar voru haldin eru líka sérstæður hluti af menningarsögu Grenivíkur. Síðustu áratugina var Hlíðarendi aðallega nýttur sem geymsla fyrir ýmiss konar útgerðarbúnað.
Viðgerðir á Hlíðarendaskúrnum hófust fyrir nokkrum árum með það að markmiði að varðveita útgerðarsögu Grýtubakkahrepps, sem er býsna merkileg, með því að opna þar útgerðarminjasafn með áherslu á línuútgerð.
Safnið er opið alla daga vikunnar í júní, júlí og ágúst kl. 13:00 - 17:00. Hópar geta pantað með fyrirvara á öðrum tímum, s.698-5610.