Sundlaugin Grenivík

Sundlaug

Sundlaugin Grenivík
Grenivík
Sími: 414-5420
Netfang: bjornandri@grenivik.is

Umsjónarmaður: Björn Andri Ingólfsson, gsm: 620-5420.

Sjá opnunartíma: Sundlaug opnunartími.

Sundlaugin er 8x16,67 m útisundlaug, byggð árið 1990.

Ný íþróttamiðstöð með afgreiðslu, nýrri sturtuaðstöðu/búningsklefum, sauna og líkamsræktarstöð var byggð við hana árið 2005.

Í desember 2020 var tekin í notkun glæsileg aðstaða við laugina. Hún samanstendur af rúmgóðum heitum potti 39°C, 30 cm. djúpri vaðlaug 37°C og köldum potti.

Sumarið 2022 var aðgengi fyrir fatlaða bætt verulega, sett rafmagnsopnun á hurðir, bætt aðstaða í sturtum og keypt færanleg lyfta við laugina.

Úr lauginni er einstaklega fallegt útsýni yfir Grenivík, Kaldbak og Eyjafjörð.

Hægt er að fylgjast með fréttum af sundlauginni á Facebooksíðu laugarinnar.

Gjaldskrá sundlaugar

 

Uppfært febrúar 2024