- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Þá er það helst að segja að hlutafélagið Gjögur var stofnað 1946 með það að markmiði að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf hreppsins. Keyptir voru tveir 65 tonna bátar, Vörður TH-4 og Von TH-5 en hafnleysið hamlaði uppbyggingu á staðnum. Síðan hefur Gjögur eignast mörg skip og sífellt stærri. Þau hafa öll átt heimahöfn á Grenivík þótt gerð væru út annars staðar.
Félagið hefur gegnum tíðina veitt fjölmörgum heimamönnum trygga atvinnu á sjó og í landi en þó ekki á heimaslóðum fyrr en árið 2010 þegar það tók við rekstri frystihússins sem Kaldbakur hf reisti á Grenivík 1968. Frystihúsið er rekið af metnaði og myndarskap og framtíðardraumar stofnenda félagsins hafa þannig ræst.