- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Bílferð í Hvalvatnsfjörð - Góður jeppavegur er frá Grenivíkurvegi, sunnan við Gljúfurá út Leirdalsheiði alveg út að sjó utan við Kaðalstaði í Hvalvatnsfirði. Leiðin frá Grenivík er rúmlega 30 km. og ekki sérlega fljótfarin eftir að farið er út af þjóðvegi. Ekki er ráðlegt að fara þessa leið á fólksbíl. Hægt er að fá gistingu í skálanum á Gili gegn gjaldi, en bókanir fara fram í síma, s. 894-3220 hjá Önnu Báru. Á Kaðalstöðum er hægt að tjalda og þar er snyrting með vatnssalerni. Vinsælt er að ganga frá Kaðalstöðum vestur yfir engið, yfir göngubrúna hjá Tindriðastöðum og vestur yfir Hálsana að Þönglabakka. Það er um 5 km. leið. Upplagt er að koma við á Þorgeirshöfða í leiðinni og líta á Nykurtjörnina sem er þar uppi.