Reglur um frístundastyrki 2025

Reglur um frístundastyrki 2025

Frístundastyrkir eru fyrir börn á grunnskólaaldri, ætlaðir til að stuðla að aukinni hreyfingu og virkni barna í sveitarfélaginu.

Hámark styrks á árinu 2025 er kr. 40.000,- á barn með lögheimili í Grýtubakkahreppi. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda. Ekki er greitt vegna annars kostnaðar, s.s. ferðakostnaðar, mótsgjalda, kostnaðar v. kaupa á búnaði eða annars tilfallandi kostnaðar við iðkun og keppni.

Styrkhæft er hverskonar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Leiki vafi á afgreiðslu úrskurðar sveitarstjórn um styrkhæfi.

Foreldrar skulu sækja um styrkinn á heimasíðu með útfyllingu umsóknar: - Umsókn um frístundarstyrk

Með þurfa að fylgja afrit greiðslukvittana fyrir æfinga-/þátttökugjöldum. Styrkur verður aldrei hærri en sem nemur greiddum gjöldum skv. kvittunum.

Hægt er að sækja um styrk vegna iðkunar á árinu 2025 til loka ársins. Eftir 31.12.2025 er ekki hægt að sækja um vegna þess árs. Styrkir skulu að jafnaði greiddir út innan mánaðar frá því sótt er um.

 

Staðfest á fundi sveitarstjórnar 6. janúar 2025.