Leikskóli

Krakkabúð- Krummafótur

Það var árið 1983 að nokkrar kvenfélagskonur og mæður hér í sveit tóku sig saman og fóru þess á leit að opnaður yrði leikskóli á Grenivík.  Farið var á fund hreppsnefndar sem sendi þær að skoða gamla sláturhúsið, en reyndist það vera með eindæmum afleitur húsakostur. Það varð úr að hluti af gömlu búðinni skyldi notaður fyrir leikskóla.  Kvenfélagskonur unnu í sameiningu að því að breyta gömlu búðinni í leikskóla, en Grýtubakkahreppur sá um kostnaðarhliðina.  Unnið var dag og nótt við að rífa og smíða, pússa, mála og þrífa uns allt var orðið fínt.  Meðlimir Lions klúbbsins smíðuðu svo dúkkurúm, skilrúm, stóra korktöflu og smíðaðar voru rólur, vegasalt, sandkassi og tvö dúkkuhús.  Auglýst var í búðinni eftir leikföngum í leikskólann og einnig voru keypt ný leikföng.

Leikskólinn var opnaður þann 1. nóvember 1983 og var opinn til 28. apríl 2000, en þá tók til starfa nýr leikskóli, Krummafótur.

Leikskólinn Krummafótur er einnar deildar leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára.

Krummafótur  opnar klukkan 7:45 og lokar klukkan 16:00. 

Sjá einnig

 

Uppfært febrúar 2024