- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
1.gr.
Stofn til álagningar vatnsgjalds.
Að öllum fasteingum í Grýtubakkahreppi sem tengdar eru vatnsveitu í eigu sveitarfélagsins, ber að greiða vatnsgjald til sveitarsjóðs. Stofn til álagningar vatnsgjalds skal vera 0,3% af fasteignamati húss og lóðar samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna með síðari breytingum.
2. gr.
Gjalddagar.
Gjalddagar vatnsgjald skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteingaskatt og skal innheimtu vatnsgjalds hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalds.
3. gr.
Heimæðargjald
Notendur greiða heimæðagjöld sem miðast við að ídráttarör fyrir heimæðar hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitunnar að inntaksstað við mannvirkið og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekinn út og samþykktur af vatnsveitunni
Heimæðagjald; Stofngjald kr. 80.642, Gjald á rúmm í húsi kr. 228.
Yfirlengd 3.000 kr/m
Yfirlengd reiknast af heimtaug sem er lengri en 50 m í lóð viðkomandi mannvirkis. Heimæðagjald skal greitt þegar lokið hefur verið við tengingu vatnsveitunnar við viðkomandi mannvirki. Heimæðagjald breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af byggingarvísitölu sem tók gildi 1. janúar 2013 og var 115,8 stig.
4. gr.
Aukavatnsgjald.
Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota kalt vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald. Aukavatnsgjald er innheimt eftir á samkvæmt mældri notkun með rúmmetramæli sem vatnsveitan leggur til. Aukavatnsgjald fyrir hvern m3 er kr. 13,94 kr.
5. gr.
Breytingar á gjöldum
Ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 1. gr. er tekin árlega af sveitarstjórn samhliða ákvörðun um álagningarstuðul fasteignagjalda. Gjöld vatnsveitu bera ekki virðisaukagjald.
6. gr.
Ábyrgð á greiðslu gjalda
Eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðagjalds. Vatnsgjald og heimæðagjald nýtur aðfararheimildar skv. 9. gr. laga nr. 32/2004. Vatnsgjald og heimæðagjald, ásamt vöxtum af áföllnum kostnaði nýtur lögveðsréttar í fasteign eiganda næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfaraveði.
7. gr.
Gildistaka
Gjaldskrá þessi sem er samþykkt af sveitarstjórn Grýtubakkahrepps....... er byggð á lögum um vatnsveitu sveitarfélaga nr. 32/2004 og reglugerð um vatnsveitu sveitarfélaga nr. 401/2005. Gjaldskráin tekur þegar gildi.
Grenivík, september 2013. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri