- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Álagningarseðlar fasteignagjalda hafa nú verið sendir í póst og fyrsta greiðsla er nú aðgengileg í heimabönkum. Fyrsti eindagi gjalda er 28. febrúar hjá flestum, þ.e. þeim sem greiðslan skiptist í 7 hluta. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út á pappír nema sérstaklega sé óskað eftir því.
Allar álagningarprósentur eru óbreyttar milli ára, en fasteignamat hækkar eitthvað á mörgum eignum og þar með gjöld samsvarandi.
Sérstaklega má nefna að sumarhús á landinu öllu voru nú metin samkvæmt nýrri aðferðafræði af matsmönnum Þjóðskrár Íslands, sem hækkar matið almennt mjög verulega á þeim eignum. Rétt er að benda á frétt um þessar breytingar á heimasíðu Þjóðskrár sem er að finna hér. Ef menn telja að mat eigna sé óraunhæft eða gallað ber mönnum að snúa sér til Þjóðskrár og fá þar skýringar, og óska leiðréttingar á matinu ef ástæða er til.
Að lokum er minnt á að álagningarseðlar eru aðgengilegir á www.island.is.