- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum 22. janúar sl. að vísa deiliskipulagstillögu vegna uppbyggingar ferðaþjónustu við Akurbakkaveg í kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsverkefnið snýr að uppbyggingu ferðaþjónustusvæðis við Akurbakkaveg þar sem gert yrði ráð fyrir fjórum til fimm gistiskálum og þjónustubyggingum á einni hæð á 2.981 m² lóð. Aðkoman að lóðinni yrði frá Akurbakkavegi við norðurhorn lóðar.
Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins, Túngötu 3, 610 Grenivík frá 31. janúar til 14. febrúar nk., á heimasíðu sveitarfélagsins, www.grenivik.is og á vef Skipulagsgáttar undir málsnúmeri 75/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 14. febrúar 2024 til að gera athugasemdir við tillöguna. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins, Túngötu 3, miðvikudaginn 7. febrúar nk. milli kl. 12:00 og 15:00 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillöguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúi