Bændur í Grýtubakkahreppi eru nú með lið sitt við smölun í fyrstu göngum. Réttað verður í Gljúfurárrétt sunnudaginn 11. september og hefjast réttarstörfin kl. 9:00.
Aðrar göngur verða síðan í næstu viku og réttað á ný sunnudaginn 18. september á sama tíma.