- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Íbúafundur Grýtubakkahrepps, 28. apríl 2016
Hér með er boðað til almenns íbúafundar í litla sal Grenivíkurskóla, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Sveitarstjóri fer yfir rekstur, fjárhag og framkvæmdir hreppsins
2. Fyrirlestrar:
Gjögur hf., Ægir Jóhannsson frystihússtjóri og Freyr Njálsson tæknistjóri, kynna sögu og starfsemi fyrirtækisins.
Ferðalög og ylrækt – sjálfbærni, skipulag og uppbygging áfangastaða, Dr. Edward H. Huijbens, sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri.
Aukið virði sauðfjárafurða, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda.
Á eftir hverjum fyrirlestri verður boðið upp á fyrirspurnir og stuttar umræður.
Íbúar eru hvattir til að fjölmenna, hlusta á fróðleg erindi og taka þátt í umræðum.
Sveitarstjóri