Losunaráætlun sorps 2025

Athugið að breytingar eru áformaðar í sumar með fjölgun endurvinnslutunna, verður kynnt þegar þar að kemur.  Hirðing verður óbreytt frá því sem verið hefur þangað til.

Minnt er á grenndarstöðina bak við Grýtu (Jónsabúð) fyrir gler- og málmumbúðir, nú er líka hægt að skila smærri rafhlöðum í hana.

Tekið er á móti öðrum endurvinnsluefnum, sem og raftækjum, gleri, spilliefnum, dýrahræjum og úrgangi í stærra magni á gámasvæði hreppsins, án gjalds á opnunartímum.

Viðbótargámar eru á kostnað þess sem nýtir þá.

Losunaráætlun sorps 2025 má skoða hér.