Ný hleðslustöð fyrir rafbíla

Stöðin er staðsett við hornið á sundlauginni.
Stöðin er staðsett við hornið á sundlauginni.

Orkusalan hefur sett upp og tekið í notkun 50kW hraðhleðslustöð á Grenivík.  Er hún staðsett á bílastæðinu við sundlaugina og nýtist því einnig vel fyrir gesti tjaldsvæðis.

Aðgangur að stöðinni er með eONE appinu eða lykli Orkusölunnar.  Notkun hennar er frí fyrst um sinn, eða til áramóta, þarf þó að auðkenna sig með appinu.  Lykla Orkusölunnar má sækja um á heimasíðu Orkusölunnar: https://www.orkusalan.is/form/orkusolulykill

Þá eru nú tvær hleðslustöðvar á Grenivík, þessi nýja með tveim 50kW tenglum og svo við Grýtu þar sem eru tveir 22Kw tenglar, sjá frétt.

 

.