- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Nú þegar baráttan við Covid-19 veiruna virðist á lokametrunum, er afar mikilvægt að halda vöku sinni. Almannavarnir kynna til leiks samfélagssáttmála. Til að okkur gangi vel áfram ættu allir að reyna að fylgja honum.
Við stígum nú skref í átt að fyrra samfélagi, skólar að færast nær venjulegri starfsemi og skrifstofa sveitarfélagsins hefur opnað á ný, sömuleiðis bókasafnið. Heimsóknir eru nú heimilar á Grenilund eftir ströngum reglum, athugið þær hér.
Við bíðum eftir leiðbeiningum um opnun sundlaugarinnar, getum vonandi birt frétt um það á allra næstu dögum.
Samkvæmt opinberum tölum er ástandið óvíða betra en hér, lágmarks atvinnuleysi og fáir á hlutabótaleið. Stöndum saman áfram, styðjum hvert annað og virðum samfélagssáttmálann.