- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Eins og áður hefur komið fram hefur Félagsmálaráðuneytið veitt fé til sveitarfélaga til að stuðla að auknu félagsstarfi eldri borgara og áttu 30 eldri borgarar ánægjulega samverustund í júlímánuði en aukin útbreiðsla Covid 19 kom í veg fyrir áframhald í ágúst. Þar sem lítið hefur borið á veirunni hér á okkar svæði í þessari seinni bylgju faraldursins hefur verið ákveðið að taka þráðinn upp að nýju.
Grýtubakkahreppur í samstarfi við Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi býður öllum íbúum sveitarfélagsins 60 ára og eldri til samverustundar í Litla sal Grenivíkurskóla fimmtudaginn 24. september kl. 16:00. Boðið verður uppá kaffi/te og með því og einnig mun Ingvar Þóroddsson læknir heimsækja okkur og ræða um hvað fólk getur gert til að stuðla að betri líðan og aukinni hreyfigetu á elliárunum.
Vegna undirbúnings er okkur nauðsyn að hafa einhverja vitneskju um þátttöku og er fólk því beðið um að tilkynna þátttöku sína fyrir þriðjudagsdagskvöld 22. september og við vonumst eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi mun aðstoða þá sem eiga erfitt með að komast til samverustundanna með akstri til og frá samkomustað og getur fólk óskað eftir akstri um leið og það tilkynnir þátttöku.
Þátttaka tilkynnist í síma:
899-3148 Ásta
866-5606 Inga
896-3231 Grétar