- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Á laugardag, 8. júní, kl. 14:00, verður vígður áningarstaðurinn, "Þar sem vegurinn endar" við Útgerðarminjasafnið á Grenivík. Jafnframt er það opnun á "Norðurstrandarleið", en það er ferðamannaleiðin með ströndinni sem nefnist á erlendri tungu "Arctic Coast Way". Hún spannar 900 kílómetra frá Hvammstanga austur á Bakkafjörð með viðkomu hér á Grenivík.
Verkefnið var styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á síðasta ári, en ekki náðist að fullklára það fyrir veturinn. Nú er verið að leggja lokahönd á, og eru íbúar og gestir hvattir til að mæta í vígsluna á laugardag, skoða svæðið og þiggja veitingar.
Á dagskrá verða hófleg ræðuhöld, Sveitarstjóri opnar áningarstaðinn formlega, séra Sólveig Halla færir blessun, Hjalti Þórarinsson fulltrúi Markaðsstofu Norðurlands segir aðeins frá Norðurstrandarleið og loks ætlar Björn Ingólfsson að rifja upp eina litla sögu eða svo. Kontorinn mun mæta með veitingar á svæðið og undir munu hljóma ljúfir harmónikkutónar frá Jaan Alavere.