- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur haldinn 25. janúar 2017, kl. 20:00 í fundarstofu Grýtu.
Mættir: Guðný, Benedikt, Bjarni, Bára, Haraldur og Oddný.
2. Fjarnám. Rætt um möguleika á að koma upp námsaðstöðu fyrir einstaklingar
sem eru í fjarnámi og þeir geti haft aðgang að og nýtt sér. Guðný tók að sér að
skoða málið betur.
3. Daggæsla barna. Rætt um hvernig daggæslumálum barna er háttað hér í
sveitarfélaginu. Mikil þörf er á því að skoða betur þá þjónustu sem í boði er en
úrræði bráðvantar fyrir foreldra með börn sem ekki komast inn á leikskólann
vegna ungs aldurs. Mjög mikilvægt er að veita barnafólki, sem hér vill búa, góða
þjónustu.
4. Ferðamál. Áframhaldandi umræða um ferðamál í Grýtubakkahreppi.
5. Önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 21:00.
Fundarritari: Oddný