Atvinnu- og þróunarnefnd

24.11.2010 00:00

3. nefndarfundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn í gamla skólanum 24. nóv. 2010:
Mættir: Allir mættir nema Bára Jónsdóttir, sem er nýr fulltrúi í stað Heimis Ásgeirssonar, sem sagði sig úr nefndinni.

Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Frekari úrvinnsla hugmynda frá síðasta fundi um atvinnu- og þróunarmál.
3. Önnur mál.

1) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2) a) Aðkoma inn í þorpið.
        Málið er í vinnslu hjá Vegagerðinni. Sveitarstjóra falið að fylgja
        málinu eftir.
    b) Skilti við Víkurskarð með upplýsingum um Grýtubakkahrepp.
        Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að óska eftir við Vegagerðina 
       að sett verði aðrein við gatnamót Grenivíkurvegar við Víkurskarð
       þar sem koma mætti fyrir upplýsingaskilti um þjónustu í hreppnum.
   c) Skortur á íbúðum í sveitarfélaginu.
       Ákveðið að nefndin geri könnun á meðal hreppsbúa á því hvort
      áhugi sé á breytingum á húsnæðisstöðu. Það sem fyrst og fremst
      er haft í huga er hvort fólk vill minnka við sig.  Slíkt gæfi ný tækifæri í
      húsnæðismálum. Sveitarstjóra falið að skrifa drög að bréfi fyrir
      næsta fund.
    d) Kynningarbæklingur.
      Niðurstaða umræðna var að of seint væri að vinna bækling nú sem
      nýttist ferðaþjónustu næsta sumar.  Vilji til að leysa málið næsta
      sumar með möppum sem liggi frammi á nokkrum stöðum. Nefndin
      telur að heimasíða hreppsins verði það tæki sem mun skipta
      sköpum í framtíðinni til allra kynninga og upplýsingamála.  Nefndin
      fer þess á leit við sveitastjórn að við gerð fjárhagsáætlunar næsta
      árs verði gerðar ráðstafanir til að hægt sé að framkvæma þær
      breytingar sem nauðsynlegar eru til að endurbæta síðuna og
      jafnframt að nógur starfskraftur sé á skrifstofu hreppsins til að 
      sinna verkefninu.
      Ákveðið að óska eftir fjárveitingu á fjárhagsáætlun næsta árs til
      kynningarmála, allt  að 1 millj. kr.

3. Önnur mál.  
Næsti fundur ákveðinn 19. janúar 2011.