Atvinnu- og þróunarnefnd

19.10.2011 00:00

8. Fundur Atvinnu- og Þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn í Gamla skóla 19. okt. kl. 17:00.
Mættir voru: Sigurður, Guðni, Benedikt og Valgerður ásamt Guðnýju sveitarstjóra.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Formaður bað sveitarstjóra að gera grein fyrir rekstrinum á upplýsingamiðstöðinni sem komið var upp í Jónsabúð fyrir sumarið. Fram kom að Jón hafi látið frekar vel af rekstrinum og þjónustunni. Ákveðið að fá hann á næsta fund til viðræðna um málið. Einnig ákveðið að biðja Birnu að gera grein fyrir rekstri Gallerísins á Miðgörðum á næsta fundi.

3. Fuglaskoðun.
Formaður greindi frá fyrirhuguðum fræðslufundi um fuglaskoðun sem haldinn verður í Rvk 28. október á vegum Íslandsstofu og Samtaka aðila í fuglatengdri ferðaþjónustu. Ákveðið að Benedikt verði fulltrúi nefndarinnar á fundinum og verður óskað eftir styrk frá hreppnum til fararinnar.

4. Snjósleðaspyrnubraut/snjósleðaspyrnukeppni.
Stefán Þengilsson og Sigurbjörn Höskuldsson mættu á fundinn. Þeir gerðu grein fyrir hugmyndum um að koma upp snjósleðaspyrnubrautum í landi Réttarholts. Nánar til tekið á eyrunum norðan við Höfðaveginn. Slíkar brautir eru einnig notaðar til keppni á mótorhjólum og bílum. Rætt var um að 4 brautir þyrfti hlið við hlið og væri hver þeirra um 8 metra breið og 500-600 metra löng. Málið snýst um að taka þátt í norrænni keppni sem fram fer árlega í greininni og eru þær mjög vinsælar og fjölmennar. Ef af verður þarf að stofna félag hér á landi sem tæki þátt í samstarfi við sambærileg félög á hinum norðurlöndunum. Sem fyrsta skref var rætt um að taka málið upp við starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem væntanlegir eru til Grenivíkur og ræða við forsvarsmenn Nýsköpunarmiðstöðvarinnar á Akureyri.
Heimasíður sem tengjast málinu eru: Icefox.is, Ísvefur (facebook) onestopperformance.com, haydays.com, worldsfastedsled.com, youtube.com/onestopjim.

5. Heimasíða sveitarfélagsins.
Formaður spurði um hvað liði vinnslu á nýrri heimasíðu. Fram kom að hægt er að skoða hana á netinu inni á: nyr.grenivik.is.

6. Sveitarstjóri vakti máls á að mikið heitt vatn rennur til sjávar á Grenivík, sem ekki er nýtt. Spurningin er hvort það megi nýta til atvinnuuppbyggingar og gera þannig verðmæti úr því.  Ákveðið að nefndin kynni sér hvernig gengur á suðurlandi þar sem fiskeldi hefur verið sett á laggirnar með nýrri tegund. Einnig ákveðið að ræða málið við fulltrúa Atvinnuþróunarfélagsins á mánudaginn.

7. Nefndarmönnum er boðið að mæta á fund með Atvinnuþróunarfélaginu n.k. mánudag.Kl. 17:00 í gamla skóla.

8. Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 9. nóvember kl. 17:00.

Fundi slitið kl. 18:15.