- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
12. fundur atvinnu- og þróunarnefndar, haldinn 6. Júní kl. 17:00 í Gamla skólanum.
Allir mættir ásamt sveitarstjóra.
1. Formaður setti fundinn.
2. Ritari las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
3. Fuglaskoðun.
Sverrir Thorsteinsson og Þórey Ketilsdóttir höfðu skoðað hólmann neðan við Ártún og skógarreitinn ofan við bæinn að beiðni Benedikts og er þetta svæði talið gefa nokkuð góðan þverskur af fuglalífi í sveitarfélaginu. Ákveðið var að láta útbúa veggspjöld með myndum og upplýsingum um fugla sem hér sjást og láta liggja frammi á ýmsum stöðum.
4. Ímyndarvinna.
Sveitarstjóri kynnti tillögur að auglýsingum sem munu birtast m.a. á N4 og í Viðskiptablaðinu og er tilgangurinn að kynna sveitarfélagið Grýtubakkahrepp. Almenn ánægja var með tillögurnar og komu nokkrar ábendingar. Talað var um að áhugavert væri að kynna í Laufási hvað boðið er upp á í hreppnum og tengist ferðamönnum.
5. Næstu skref.
Ákveðið að á fyrsta fundi að loknum sumarleyfum þurfi að liggja fyrir tillaga um upplýsingabækling. Rætt um möguleika á að gera göngustíg í fjörunni sem gæti t.d. byrjað við Svalbarð. Skemmtileg strönd hefur myndast við smábátahöfnina sunnan við Akurbakkalækinn sem áhugavert væri að nýta. Hugmynd um að færa blæðingu frá hitaveitu þangað og væri þar með komin ilströnd.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30
Túngötu 3, 610 Grenivík
Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá kl: 10:00-15:00 - Kt: 580169-2019