26.09.2016 00:00
Fundur nr.
Fundur í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í fundarherbergi Grýtu 26.sept kl. 17:00.
Mættir: Guðný , Haraldur, Benedikt, Bára og Bjarni sem mætti seinnipart fundar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
- Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
- Erindi frá Bjarna Arasyni varðandi klifurvegg. Samþykkt að beina erindinu til sveitastjórnar.
- Ferðamál. Áhugaverðar hugmyndir um ferðamál í Grýtubakkahreppi komu fram.
- Umhverfismál. Rætt um útlitsþróun á Grenivík, sérstaklega við Ægissíðu og Sæland, en að mati nefndarinnar mætti margt betur fara þar.
- Starfið í vetur. Fundartímar vetrarins ákveðnir sem eru þessir.
30. nóvember kl. 20:00
25.janúar kl. 20:00
29.mars kl. 20:00
31.maí kl. 20:00
- Önnur mál. Bjarni kemur með hugmynd hvort möguleiki sé að finna varanlegt húsnæði fyrir félagsmiðstöðina.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:50.
Fundarritari: Bára