- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur nr. 3
Fundur í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í Gamla skólanum 14. janúar 2015 kl. 17:00.
Mættir: Guðný , Haraldur, Bára, Bjarni, Guðni og Oddný. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
2. Verkefni í Gamla skóla. Áfram rætt um nýtingu á húsnæðinu og ýmsar hugmyndir uppi um hvaða starfsemi geti komið þar. Rætt um að húsið myndi henta vel fyrirtækum í grafískri hönnun eða í bókhaldsþjónustu. Áhugasamir aðilar til staðar fyrir bókhaldsþjónustu en þá þurfa að koma til stærri verkefni svo það geti gengið. Sveitastjóri sagði að ýmis félagasamtök á svæðinu hefðu mikinn áhuga á því að fá að nýta húsið. Einnig var rætt um möguleikann á því að sveitarfélagið auglýsti eftir aðilum með hugmyndir að einhverri atvinnustarfsemi sem gæti hentað í húsnæði Gamla skólans.
3. Armbandsverkefnið rætt og ákveðið að skoða nánar hvort áhugi væri fyrir verkefninu í leik- og grunnskólanum.
4. Rætt um staðsetningu upplýsingamiðstöðvar í sveitarfélaginu og samþykkt að beina því til sveitastjórnar að staðsetning hennar verði áfram í Jónsabúð.
5. Stefnumótun í ferðaþjónustu. Nefndinni þykir eðlilegt og vill beina því til sveitastjórnar að hún marki sveitarfélaginu stefnu í ferðaþjónustu, hvað skuli gert til að sækja hingað ferðmenn og þá hvers konar ferðamenn við viljum fá hingað á svæðið. Hugmynd um að sveitarstjóri sækist eftir því að koma á fundi með Björgólfi Jóhannssyni og ræði hvort hann hafi einhverja sýn á svæðið okkar eða hugmyndir sem gætu nýst eða komist í framkvæmd með tilliti til ferðamennsku.
6. Önnur mál. -Bára sagði frá því að Hermann Gunnar hefði verið að velta fyrir sér hver staðan væri á verkefninu sem hann tók að sér fyrir sveitarfélagið og tengist merkingum á gönguleiðum. Guðný tók að sér að ræða þetta mál nánar við Hermann Gunnar.
-Rætt um opnunartíma sundlaugar, hvort enginn möguleiki væri á því að hafa sundlaugina opna lengra fram á veturinn en það er ekki mögulegt of kostnaðarsamt.
7. Næsti fundur ákveðinn 11. febrúar klukkan 17:00.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:35.