11.02.2015 00:00
Fundur nr. 4
Fundur í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í Gamla skólanum 11. febrúar 2015 kl. 17:00.
Mættir: Guðný , Haraldur, Bára, Bjarni, Benedikt og Oddný. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
- Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
- Gamli skólinn. Áframhaldandi umræða um nýtingu á húsinu og framtíðarhlutverk þess.
- Guðný ræddi við Hermann Gunnar um verkefni sem hann hefur unnið fyrir sveitarfélagið sem snýr að því að kortleggja og merkja helstu gönguleiðir á fjöll í sveitarfélaginu. Í samráði við hann var ákveðið að bíða með áframhaldi vinnu þar til bókin hans hefur komið út og meta stöðuna þá.
- Armbandsverkefnið. Skólarnir sýna því verkefni áhuga og tók Guðný það að sér að skoða framkvæmd þess nánar.
- Fjarskipti. Rætt um slæmt ástand fjarskipta í sveitarfélaginu og beinir nefndin því til sveitastjórnar að hún beiti sér fyrir því að þau mál komist í betra lag.
- Þróun sveitafélagsins. Rætt um þróun sveitarfélagsins og hvernig nefndarmenn sjái það fyrir sér á komandi árum.
- Næsti fundur ákveðinn 25. mars klukkan 17:00.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:30.
Fundarritari: Oddný