15.04.2015 00:00
Fundur nr. 5
Fundur í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í Gamla skólanum 15. apríl 2015 kl. 17:00.
Mættir: Guðný , Haraldur, Bjarni, Benedikt, Guðni og Oddný. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
- Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
- Gamli skólinn. Björn Ingólfsson lagði hugmynd fyrir sveitarstjóra að setja upp skólaminjasafn í Gamla skóla. Nefndarmönnum leist vel á þá hugmynd og finnst ástæða til að skoða nánar.
- Armbandsverkefnið. Hægt er að fá nóg af roði en það er dýrt að súta það, kostnaður fyrir hvert roð er um það bil 800 kr.
- Ný verkefni. Ýmis verkefni rædd og sveitarstjóra falið að koma hugmyndum nefndarinnar til sveitarstjórnar.
- Þróun sveitarfélagsins. Ákveðið að geyma þá vinnu fram á haustið.
- Ferðamál. Rætt um hvað við höfum ferðafólki upp á að bjóða, hvað við viljum bjóða upp á og þá einnig hverjir eru möguleikar ferðamanna til gistingar hér á svæðinu.
- Næsti fundur ákveðinn 20. maí klukkan 17:00.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:45.
Fundarritari: Oddný