Atvinnu- og þróunarnefnd nr. 5

15.04.2015 00:00

Fundur nr. 5

Fundur  í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í Gamla skólanum 15. apríl  2015 kl. 17:00.

Mættir: Guðný , Haraldur, Bjarni, Benedikt, Guðni og Oddný. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

  1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. Gamli skólinn. Björn Ingólfsson lagði hugmynd fyrir sveitarstjóra að setja upp skólaminjasafn í Gamla skóla. Nefndarmönnum leist vel á þá hugmynd og finnst ástæða til að skoða nánar.
  3. Armbandsverkefnið. Hægt er að fá nóg af roði en það er dýrt að súta það, kostnaður fyrir hvert roð er um það bil 800 kr.
  4. Ný verkefni. Ýmis verkefni rædd og sveitarstjóra falið að koma hugmyndum nefndarinnar til sveitarstjórnar.
  5. Þróun sveitarfélagsins. Ákveðið að geyma þá vinnu fram á haustið.
  6. Ferðamál. Rætt um hvað við höfum ferðafólki upp á að bjóða, hvað við viljum bjóða upp á og þá einnig hverjir eru möguleikar ferðamanna til gistingar hér á svæðinu.
  7. Næsti fundur ákveðinn 20. maí klukkan 17:00.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:45.


Fundarritari: Oddný