- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Atvinnu- og þróunarnefnd Grýtubakkahrepps
Fundur nr. 7, 11.11.2015
Guðný setur fund kl. 18:10 í kaffistofu Grýtu. Haraldur ritar fundargerð.
Nöfn viðstaddra: Bjarni Arason, Bára Jónsdóttir, Guðný Sverrisdóttir, Benedikt Sveinsson, Þröstur Friðfinnsson og Haraldur Níelsson.
Fundargerð síðasta fundar. Guðný les upp fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt einróma.
Erindi varðandi kattafár og fuglaskoðunarhús. Nefndarmenn taka mjög vel í þá hugmynd að komið verði upp aðstöðu fyrir fuglaskoðun í sveitarfélaginu. Formaður nefndarinnar tekur að sér að hafa samband við Styrktarsjóð ferðamálastaða með mögulega styrkveitingu í huga. Nefndarmenn telja það ekki í sínum verkahring að leita úrlausna á kattafári í sveitarfélaginu.
Starfið framundan. Fundargestir telja starf nefndarinnar frekar ómarkvisst og vilja skýrari áherslur frá sveitarstjórn er varða nefndina.
Önnur mál. Lauslegar umræður um atvinnu og ferðamál, nefndarmaður veltir því fyrir sér hvort möguleiki sé á því að fá þær rútur sem hingað koma og þá helst í Laufás til að staldra lengur við svo að ferðamenn geti nýtt sér þá þjónustu betur sem í boði er.
Fundi slitið kl. 19:30