- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
17. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn 23. maí 2013.
Mættir: Oddný, Benedikt, Guðni, Bára, Valgerður og sveitarstjóri.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Skilti til upplýsinga um fjallgöngur.
Bára greindi frá vinnu Hermanns Gunnars Jónssonar varðandi gönguleiðir á Kaldbak, Laufáshnjúk, Þengilhöfða og Blámannshatt. Skiltin skulu staðsett á þeim fjórum stöðum sem hugsaðir eru fyrir upphaf göngu. Reiknað er með að verkefnið gæti kostað um 350 þúsund krónur. Rætt um að sækja um styrk frá Ferðamálastofu á næsta ári vegna verksins. Sveitarstjóri og Bára vinna áfram að verkefninu en áformað er að skiltin verði sett upp fyrir sumarið.
3. Fuglalíf.
Benedikt og Árni Dan hafa útbúið spjöld með fallegum myndum af þeim fuglum sem sjást í sveitarfélaginu. Þeir mæla með að komið verði upp tveimur fuglaskoðunarhúsum, öðru á hjólum. Ákveðið að spjöldin verði sett upp víða á svæðinu. Benedikt vinnur áfram að málinu.
4. Opinn dagur.
Sveitarstjóri greindi frá því að Kristín Sóley hjá Minjasafninu hefði komið að máli við sig og stungið upp á að haldinn verði opinn dagur í hreppnum. Tilllögunni var vel tekið og ákveðið að 14. júní væri æskilegur dagur. Sveitarstjóri sendir út dreifibréf og Valgerður og Benedikt veita frekari upplýsingar ef þurfa þykir.
5. Önnur mál.
Rætt var um byggðastefnu nýrrar ríkisstjórnar og hvaða möguleikar fælust í henni. Ákveðið að nefndarmenn veltu fyrir sér hvaða verkefni gætu hentað í sveitarfélaginu sem væru á valdi ríkisins og síðan yrði reynt að nálgast ráðamenn um flutning á þeim.
Næsti fundur verður haldinn á haustdögum.
Fundi slitið kl. 18:15