- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
19. fundur atvinnu- og þróunarnefndar haldinn í Gamla skólanum 27. Nóv. 2013 kl. 17:00
Mættir: Oddný, Benedikt, Guðni, Bára, Valgerður og sveitarstjóri
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2. Hermann Gunnar Jónsson mætti á fundinn. Hann hefur verið ráðgjafi nefndarinnar í sambandi við merkingu gönguleiða.
Ákveðið að halda áfram merkingu gönguleiða á næsta sumri. Einnig rætt um að track auðkenna ákveðnar leiðir. Fjöll sem nefnd voru og þóttu áhugaverð til merkinga voru t.d. Bjarnarfjall, Þórurnar tvær, Lambárhnjúkur, Svínarneshnjúkur og leiðin frá Yztu-Víkurhnjúk og norður á Laufáshnjúk. Einnig var rætt um mikilvægi þess að gera hólf fyrir bíla bæði á Látraströnd og í Fjörðum.
3. Framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri greindi frá því að endurbætur á skólanum séu framundan.
Þá eru 2 íbúðir í Höfðagötu 1 á lokastigi og mjög glæsilegar.
Umhverfi Hlíðarenda verður bætt á næsta ári.
Endurbætur á Gamla skólanum eru á fjárhagsáætlun næsta árs. Vonir standa til að hægt verði að hefja það verk árið 2014.
4. Önnur mál.Fram kom hugmynd um að halda áfram með verkefni á sviði umhverfismála í framhaldi á góðri frammistöðu fulltrúa Grenivíkurskóla á Umhverfisþingi 2013.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:30