- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur var haldinn í landbúnaðar- og umhverfisnefnd þriðjudaginn 7. mars 2023 kl 17.00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Túngötu 3, Grenivík. Mætt á fundinn: Margrét Melstað, Þorgeir Rúnar Finnsson, Guðjón Þórsteinsson, Stefanie Lohmann og Hildur Þorsteinsdóttir. Þorgeir ritaði fundargerð.
Nefndarmenn hvattir til þess að kynna sér siðareglur Grýtubakkahrepps og virða þær í hvívetna í störfum sínum.
Farið yfir erindisbréf nefndarinnar. Nefndin telur þörf á frekari endurskoðun erindisbréfsins, en í því koma fram þættir sem nefndin telur eðlilegt að breyta, umorða, bæta við eða taka út, svo sem þættir á borð við eftirlit með heilbrigði búfjár og vinnu við sjúkdómavarnir, mat á umhverfisáhrifum og fleira.
Endurskoðun þessi þarf að fara fram í samhengi við lög, reglugerðir, og samþykktir sveitarfélagins er varða umhverfis- og landbúnaðarmál.
Afgreiðslu frestað.
Mál í vinnslu hjá sveitarstjóra.
Gert er ráð fyrir að klárað verði að girða frá Fnjóská að Víkurskarði í sumar. Landbúnaðar- og umhvefisnefnd fagnar því og hvetur jafnframt eigendur búfjár í sveitarfélaginu til þess að sinna viðhaldi girðinga vel og sporna þannig gegn lausagöngu búfjár og tryggja öryggi á vegum í sveitarfélaginu.
Grýtubakkahreppur hefur fengið úthlutun úr Landbótasjóði til kaupa á áburði sem nýttur verður til landgræðslu á Leirdalsheiði.
Fleira ekki tekið fyrir. Samþykkt að ganga frá fundargerð í tölvu og skrifa undir á næsta fundi.
Fundi slitið kl. 19:30.