- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur var haldinn í landbúnaðar- og umhverfisnefnd þriðjudaginn 18. apríl 2023 kl 17.00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Túngötu 3, Grenivík. Mætt á fundinn: Margrét Melstað, Þorgeir Rúnar Finnsson, Guðjón Þórsteinsson, Stefanie Lohmann og Hildur Þorsteinsdóttir. Þorgeir ritaði fundargerð.
Nefndin fór og skoðaði malarnámuna og umhverfi hennar. Nokkuð snyrtilegt var umhorfs á svæðinu og greinilegt að nokkur tiltekt hefur farið þar fram. Nefndin telur engu að síður æskilegt að ráðast í frekari tiltekt og fjarlægja rusl, járn, timbur og fleira sem þar er að finna. Þá var nokkuð um að gler, steinull og fleiri efni væri að finna innan um garðaúrgang, múrbrot og fleira í þeim dúr, efni sem æskilegt væri að skilaði sér á gámasvæði.
Engin skilti er að finna sem tiltaka hvort og þá hvers konar losun er heimil á svæðinu, eða hverjum er heimilt að ganga um svæðið. Æskilegt væri að bæta úr því.
Þá veltir nefndin fyrir sér hvort æskilegt væri að setja árlega tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins, t.d. þegar snjósleðatímabil er að hefjast, og minna á að varhugavert sé að fara um svæðið í kringum malarnámuna, sambærilegt tilkynningum varðandi umferð um vatnsverndarsvæði sem birtar eru.
Umræðu um erindisbréf nefndarinnar.
Í ljósi þess hve mikil óvissa og ólíkur skilningur ríkir um málið, telur nefndinni sér ekki stætt á því að álykta um það að svo stöddu.
Fleira ekki tekið fyrir. Samþykkt að ganga frá fundarferð í tölvu og skrifa undir á næsta fundi.
Fundi slitið kl. 18:30.