- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur Landbúnaðarnefndar
Haldinn á Grund 12. júní, kl. 18.00
Fundur Landbúnaðarnefndar Grýtubakkahrepps. Mætt Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Þórarinn Pétursson.
Dagskrá:
1. Opnun afréttar og ógirtra heimalanda. Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og á afrétt nú þegar. Það er mat nefndarinnar að menn hafi samráð sín á milli um sleppingar og taki mið af gróðri og veðurfari áður en fé er sleppt.
2. Hrossabeit. Lagt er til að hrossum sé ekki sleppt á afrétt fyrr en 10. júlí. Ennfremur að hrossum verði ekki sleppt á afrétt fyrr en búið er að girða fyrir ágang hrossana suður í sveit.
3. Fjárréttin. Nú er komið á áætlun fyrir árið 2016 að fara í byggingu nýrrar fjárréttar. Brýnt er að farið verði að huga að réttarstæði og plássi fyrir næturhólf/safnhólf við réttina. Lagt er til að farið verði að vinna í þessum málum sem fyrst.
4. Brýr. Huga þarf að ástandi brúa í Fjörðum. Nauðsynlegt er að brúa yfir Grenjá um leið og hægt er.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.