- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Símafundur var haldinn hjá Landbúnaðarnefnd 28. maí 2017. Mættir á fundinn voru Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað sem ritaði fundinn.
Ástand gróðurs á afrétt lýtur mjög vel út þar sem vorið hefur verið einstaklega gott. Gróður er á góðri leið með að verða iða grænn. Opnunartími afréttar samkvæmt Landbótaáætlun er 10. júní. Í ljósi góðra aðstæðna núna gerir Landbúnaðarnefnd það að tillögu sinni að afréttin verði opnuð 6. júní og leyfilegt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd frá 1. júní. Leyfilegt verður að sleppa hrossum á afrétt frá og með 1. júlí.
Ekkert fleira tekið fyrir og fundi slitið.