- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur var haldinn hjá Landbúnaðarnefnd 29. janúar 2018. Mættir á fundinn voru Ásta F. Flosadóttir og Margrét Melstað sem ritaði fundinn. Guðjón Þórsteinsson komst ekki enn var rætt við í síma í byrjun fundar.
Landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að girða veggirðingu ofan vegar frá Fnjóská og inn að Víkurskarði til að koma í veg fyrir átroðning búfjár á vegstæðið.
Landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að setja upp nýtt ristarhlið í Höfðaafleggjarann við nýju Gljúfurárréttina og girða frá Gljúfurárbrú í aðhaldið við réttina og loka þannig vegsvæðinu.
Gengið verði frá reglum vegna notkunar og umgengni í Gljúfurárrétt á næsta fundi.
Ekkert fleira tekið fyrir og fundi slitið.