Fræðslu- og æskulýðnefnd

17.01.2003 00:00

Fræðslu- og æskulýðsnefnd
1. fundur

Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd var haldinn 17.1.2013 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson, Sigurlaug Sigurðardóttir og Þorsteinn Þormóðsson sem kemur inn sem fyrsti varamaður fyrir Margréti Ösp Stefánsdóttur Gísli, Gunnar Oddgeirsson var fjarverandi og sat Juliane Kauertz. Einnig sátu fundinn  Guðný Sverrisdóttir, Ásta Flosadóttir og Hólmfríður Hermannsdóttir.  Áheyrnarfulltrúar mættu ekki.  Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Fjóla ritar fundargerð.

1. Kosning formanns og vara formanns.
Lögð var fram tillaga um að Sigurbjörn Jakobsson yrði formaður, Fjóla varaformaður og
og Gísli Gunnar Oddgeirsson yrði ritari. Tillagan var samþykkt.  Þar sem Þorsteinn Þormóðsson kemur í nefndina í stað Margrétar Aspar beinir nefndir því til hreppsnefndar að tilnefna nýjan varamann.

2. Leikskólahluti.
Hólmfríður fór yfir starfið sem er að komast á þokkalegt ról nú í janúar eftir strembinn tíma og mikla truflun vegna framkvæmda við tengibygginguna. Hinsvegar er stutt í að hægt verði að taka hana í notkun og er mikil ánægja í leikskólanum  með það.
Íris er komin aftur eftir fimm mánaða fjarveru og mun taka því rólega og fyrst og fremst sjá um sérkennslu.
Það lítur vel út með starfsmannamál fram á vorið.
Starfsmenn taka saman skipulagsdag vorsins og námskeiðsdaginn og fara í náms- og kynnisferð til Bretlands 1. maí.
Einnig var rætt um skóladagatal leikskólans og ákveðið að Hólmfríður kæmi með það á næsta fund.

3. Sameiginlegur hluti grunnskóla og leikskóla.
Unnið er að sameiginlegri móttökuáætlun fyrir skólana, þar sem verkferlar í færslu milli skólastiga eru skýrðir.   Er nú þegar farið að vinna eftir þessari áætlun og unnið verður að henni áfram.   Stefnt að því að fá leikfélag MA (LMA)  með leiksýningu sem er hugsuð fyrir elstu krakkana í leikskóla og þau yngstu í skólanum

4. Grunnskólahluti. 
a) Skipulag skólastarfs.
- ADHD styrkur fæst ekki lengur, því þurfti að fækka liðveislutímum.  Aðrar breytingar verða ekki nú um áramót.  Og skipulagið gengur allt mjög vel.
-Námsversskipulagið er mjög gott, höldum örugglega áfram með það.  Auka íslenskutímar inni í stuðningstímunum.
-Lagt fram uppkast af skóladagatali næsta árs.

b) Starfsmannamál skólans rædd.
Ásta kvaðst ánægð með starfsfólkið.
- 2 nýir kennarar og nýr matráður.  Smellpassar allt inn.
- stuðningsfulltrúar í 1. bekk (Hrönn, Stína og Solla), var dregið úr þeim stuðningi um áramót eins og Fjölskyldudeild ráðlagði.  Fór úr 22 tímum á viku í 16 tíma.
- Stefán fór í fæðingarorlof í tvo mánuði og Arnór Sigmarsson leysti hann af.
-Begga fer í fæðingarorlof eftir páska, ekki búið að leysa það. 

c)  Skólastarfið
- starfsandi er góður.
- Seinna árið í innleiðingu þróunarverkefnis í byrjendalæsi, 3 kennarar á yngsta stigi taka þátt í því. Almenn ánægja með það verkefni.
- Grænfánaverkefnið, skriftarverkefnið og Olweus eru nú hluti af starfinu okkar.
- heilsueflandi skóli.  Stefán er yfir því.
- Kóræfingar hafa gengið vel. En 1.-4. Bekkur er allur í kórnum þetta er valkvætt fyrir þau eldri en mikil ánægja er með þetta fyrirkomulag.  Þeir sem ekki kjósa það að vera í kórnum fara í heimanámstíma í staðinn

d) Námskrár.
Skólanámskrá lögð fram.  Hún er einnig á heimasíðu skólans.  Ný aðalnámskrá er tilbúin og einnig greinanámskrár.  Þarf því að smíða nýja skólanámskrá en það mun kosta nokkra fjármuni.  Sveitarstjórn áætlaði ekki neina upphæð í það næsta ár og því verður ekki farið í þá vinnu sem stendur.

e) Húsnæði skólans og lóð.
- skýrsla frá heilbrigðiseftirliti.  Farið yfir athugasemdir:
a) færa þarf kannt við klifurgrind um 33 cm.
b) skipta þarf um undirlag á leiksvæði, það er á áætlun 2014
c)  loka þarf ónotuðum loftræstiopum í skólanum
d)  festa þarf lausa skápa við veggi
e)  setja þarf hitastýringu á heita vatnið allstaðar þar sem nemendur og gestir hafa
aðgang, svo vatnið fari ekki yfir 43°C.
Verið er að vinna í þessum málum og stefnt að því að þetta verði allt komið í lag á þessu skólaári.

f) Fjárhagsáætlun
Áætlun síðasta árs virðist ætla að standast vel.  Áætlun þessa árs lítur bara nokkuð vel út og heimild er til að kaupa ýmsan búnað. Sjá fjárhagsáætlun


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og og samþykkt.
Fundi slitið 19:25