- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur í fræðslu- og æskulýðsnefnd haldinn 30.11.2016 klukkan 17:00 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Sigurbjörn Þór Jakobsson, Þórunn Lúthersdóttir (mætti klukkan 17:50), Auður Adda Halldórsdóttir og Fjóla Stefánsdóttir. Einnig sátu fundinn, Ásta Flosadóttir, Þröstur Friðfinnsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir sem áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskóla, sveitastjóra og kennara. Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Þórunn ritar fundargerð og situr sem áheyrnarfulltrúi fyrir foreldrafélag en Haraldur Níelsson sat fundinn fram að því.
Málefni grunnskóla:
Ásta lagði fyrir nefndina drög að Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar og farið var yfir hana. Nefndin gerir ekki athugasemd við áætlunina. Ásta lagði fyrir nefndina eftirlitsskýrslu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Ekki voru gerðar miklar athugasemdir við aðbúnað í skólanum og verið er að vinna í að lagfæra það sem þarf.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15.