- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 29. ágúst 2006.
1. Kosinn var formaður, Ásta Flosadóttir, varaformaður Þorsteinn Friðriksson og ritari er Margrét Ösp Stefánsdóttir.
2. Skólastjóri fer yfir málefni skólans og spyr hvað fólki finnst um að 3 sveitarstjórnarmeðlimir séu í þessari nefnd. Skólastarf fer vel af stað. Málefni einhverfra voru rædd og gengur vel með það, námskeið verður haldið um þetta í vetur. Talað var um að leyfa leikskólanum (starfsfólki) að vera með. Anna fer á námskeið um ofvirkni á fimmtudag og föstudag.
3. Leikskólastjóri fer yfir málefni leikskólans. Börnunum hefur fækkað og eru þau jafnframt yngri en sl. vetur. Alls eru 22 börn í leikskólanum.
4. Undirlag útivistarsvæðis hjá leikskóla og skóla er ekki eins og reglur eru um. Sveitarstjóra falið að skoða málið.
5. Fulltrúi félagsmiðstöðvar fer yfir málefni hennar.
Opið hús verður 1x í viku fyrir 8., 9. og 10. bekk.
Námskeið eru á Akureyri sem stefnan er tekin á fyrir nemendur.
Heilsuklúbbur; íþróttir og næring fyrir þá sem vilja.
Yngsta stigið verður eitthvað með líka, bíóferð o.þ.h.
Vonar að betri aðstaða verði fundin í framtíðinni.
6. Sveitarstjóri vill fá A4 blað um yfirlit yfir málefni félagsmiðstöðvarinnar.
7. Sveitarstjóri tók saman kostnað í Grenivíkurskóla frá 2002-2006. Við erum í meðallagi samanborið við aðra grunnskóla, segir skólastjóri. Guðný ætlar að skoða þetta.
8. Benni bendir á ljósin. Segir að þetta séu slæm ljós. Nýja stofan fær önnur ljós.
9. Guðný vill móta frekar starf nefndarinnar. Ber það fram. Jón vill fá tillögur frá forstöðumönnum fyrir næsta fund. Guðný vill að þessi málefni fræðslu- og æskulýðs og félagsmiðstöðvar fléttist vel saman hjá leikskóla og grunnskóla.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 1810
Margrét Ösp Stefánsdóttir fundarritari og nefndarmaður
Anna Bára Bergvinsdóttir fulltrúi foreldra
Ásta F. Flosadóttir sveitarstjórn
Benedikt Sveinsson sveitarstjórn
Jón Helgi Pétursson skólanefnd
Þorsteinn Friðriksson varaformaður nefndar
Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri
Hólmfríður Árnadóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla
Hólmfríður Björnsdóttir fulltrúi foreldra skóla
Sigríður Sverrisdóttir fulltrúi kennara grunnskóla
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri
Valdimar Víðisson skólastjóri
Anna Sigríður Jökulsdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvar