- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 3. okt. 2007
Mættir voru nefndarmennirnir Ásta F. Flosadóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Jón Helgi Pétursson. Þorsteinn Friðriksson og Benedikt Sveinsson boðuðu forföll. Í þeirra stað sátu Jón Stefán Ingólfsson og Sigurlaug Sigurðardóttir fundinn.
Einnig sátu fundinn Valdimar Víðisson skólastjóri, Stefanie Lohman fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Margrét Ósk Hermannsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla og Oddný Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna. Leikskólastjóri komst ekki til fundar. Fundurinn var tvískiptur og yfirgáfu áheyrnarfulltrúar leikskóla fundinn eftir fyrsta lið.
Fundurinn var haldinn í Gamla skóla kl. 20:00 og voru gjörðir fundarins eftirfarandi:
1. Sameiginlegur fundur: Umsögn um stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum. Sveitarstjórn hefur óskað eftir því að nefndin veiti umsögn um drög að stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum. Farið yfir drögin og einstök atriði rædd. Ekki voru gerðar athugasemdir við drögin og telur nefndin margt jákvætt koma þar fram. Skólastjóri bar upp þá hugmynd að sett verði sameiginleg skólastefna í sveitarfélaginu og var samþykkt að nefndin vinni að tillögum að slíkri stefnu á næsta fundi.
2. Grunnskólahluti: Úttekt menntamálaráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum Grenivíkurskóla. Skólastjóri skýrði frá því að Grenivíkurskóli hafi lent í úrtaki menntamálaráðuneytisins varðandi úttekt á sjálfsmati skóla. Skýrði skólastjóri frá því í hverju sjálfsmatið felst og benti á að ekki hafi verið sett sérstök stefna varðandi sjálfsmat þó svo að einstökum þáttum sjálfsmats hafi verið sinnt. Fram kom m.a. hvernig byggja mætti upp slíka stefnu og fylgja henni eftir. Undirbúningsvinna varðandi mótun stefnu er þegar hafin. Nefndin lýsir ánægju sinni með að Grenivíkurskóli skuli hafa lent í úrtakinu og telur úttektina kærkomið tækifæri til að vinna að áframhaldandi eflingu og úrbótum á skólastarfinu.
3. Skólaakstur. Rætt um skólaakstur.
Fleira var ekki rætt, samþykkt að fundarritari gangi frá fundargerð og hún verði send til samþykkis í tölvupósti. Fundi slitið kl. 21:45.
Jón Helgi Pétursson ritaði fundargerð.
Fundargerðin samþykkt með tölvupósti.