- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 15. maí 2008
Mættir voru nefndarmennirnir Benedikt Sveinsson, Jón Helgi Pétursson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Þorsteinn Friðriksson. Sigurlaug Sigurðardóttir sat fundinn í stað Ástu F. Flosadóttur. Einnig sátu fundinn Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Stefanie Lohmann fulltrúi foreldra grunnskólabarna. Einnig sat Guðný Sverrisdóttir sveitastjóri fundinn.
Fundurinn var haldinn í gamla skóla kl. 19:30 og voru gjörðir fundarins eftirfarandi:
Málefni fundarins er umsögn fræðslu- og æskulýðsnefndar á umsækjendum um stöðu skólastjóra Grenivíkurskóla. Umsækjendur eru Ásta F. Flosadóttir, Daníel Arason, Júlía Guðjónsdóttir og einn óskaði nafnleyndar.
Fræðslu- og æskulýðsnefnd fór yfir þau gögn sem fylgdu umsækjendunum og af þeim fjórum umsóknum sem bárust eru tveir umsækjendur sem nefndin telur hæfari til þess að gegna stöðu skólastjóra. Þeir umsækjendur sem nefndin mælir með eru Ásta F. Flosadóttir og Júlía Guðjónsdóttir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:00.
Margrét Ösp Stefánsdóttir ritaði fundargerð.