- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 4. desember 2008
Mættir voru nefndarmennirnir Benedikt Sveinsson, Jón Helgi Pétursson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Þorsteinn Friðriksson. Fjarverandi var Sigurlaug Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn Margrét Ósk Hermannsdóttir fyrir hönd leikskólastjóra, Ásta F. Flosadóttir skólastjóri, Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Edda Björnsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna. Eygló Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn var haldinn í Gamla skóla kl. 17:00 og voru gjörðir fundarins eftirfarandi:
1. Kosning formanns.
Tillaga fundar um að formaður verði Jón Helgi Pétursson og varaformaður verði Margrét Ösp Stefánsdóttir. Tillagan skoðaðist samþykkt.
2. Leikskólahluti
a) Starfið. Margrét Ósk Hermannsdóttir fór yfir starf leikskólans fyrir hönd leikskólastjóra og sagði frá helstu málum. Hún sagði að þörf fyrir vagnaskýli væri ekki eins brýn og áður.
b) Starfsmannamál. Mönnun leikskólans gengur vel og er því undirmönnun ekki lengur vandamál, nema eftir hádegi. Ráða á starfsmann eftir áramót og verður hann í fullu stöðugildi sem ætti að leysa erfiðleika með mönnun þann tíma. Einnig á að hafa að leiðarljósi að fjöldi starfsfólks passi saman við barngildi.
3. Grunnskólahluti
a) Umræða um skólastarfið
- Skólastarf hefur gengið vel, kennarahópurinn er samstilltur og góður. Skólastjóri hefur haft umsjón með að uppfæra heimasíðu skólans og sett inn fréttir af því sem nemendur og kennarar hafa verið að glíma við.
- Formleg uppsetning á sjálfsmati skólans hefur verið í vinnslu undanfarið ár og mun því verða skilað inn 10. desember 2008 til Trausta Þorsteinssonar sem er umsagnaraðili Menntamálaráðuneytisins.
- Skólastjóri vekur athygli á máli sem áður hefur verið rætt í fræðslu- og æskulýðsnefnd, sem er skólastefna Grýtubakkahrepps. Nefndin óskar eftir samvinnu skólastjóra og leikskólastjóra um að koma með drög að slíkri stefnu.
b) Starfsmannamál
- Inga María Sigurbjörnsdóttir kennari fer í fæðingarorlof í apríl og lítur út fyrir að búið sé að ráða afleysingu í hennar stað.
- Skólastjóri lýsir ánægju yfir því að starfsfólk sé stöðugt þ.e. haldist vel í starfi. Hins vegar hefur skólastjóri áhyggjur af því að þrír kennarar þurfi að keyra alllangt í skólann og því er ákveðin hætta að þeir leiti annað ef vinna losnar nær þeim.
c) Skipulag skólastarfs
- Sparnaður. Í kjölfar efnahagsástands landsins er ljóst að fjármagn til skólans dregst saman. Skólastjóri setti fram hugmyndir um hvernig skólinn þyrfti að bregðast við því:
* Draga úr forfallakennslu eins og hægt er.
* Almennt aðhald
* Stækka hópana næsta ár
d) Nýjungar í skipulagi næsta skólaár.
- Kennarahópurinn fór á ráðstefnu í Reykjanesbæ í haust um skólaþróun. Þar vakti margt athygli og ýmislegt kom þar fram sem hægt væri að nýta við Grenivíkurskóla.
Fundi slitið kl. 19:10
Margrét Ösp Stefánsdóttir ritaði fundargerð og samþykkt að hún verði send í tölvupósti til samþykktar.
Fundargerðin samþykkt með tölvupósti.