Fræðslu- og æskulýðsnefnd

04.03.2010 00:00

Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 4. mars 2010

Mættir voru nefndarmennirnir Benedikt Sveinsson, Jón Helgi Pétursson og Margrét Ösp Stefánsdóttir. Fjarverandi voru Sigurlaug Sigurðardóttir og Þorsteinn Friðriksson. Einnig sátu fundinn Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri og Ásta F. Flosadóttir skólastjóri. Einnig sátu fundinn Elín Berglind Skúladóttir áheyrnarfulltrúi kennara og Birna Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.
Fundurinn var haldinn í Grenivíkurskóla kl. 17:00 og voru gjörðir fundarins eftirfarandi:


Leikskólahluti
1.   Göngustígur við leikskólann.
Rætt var um nauðsyn þess að gera göngustíg vestan við leikskólann. Nefndin var sammála um að skora á sveitarstjórn að göngustígur verði lagður vestan við leikskólann. Einnig var rætt um að mokstur á veturnar og slátt á þessum "stíg" á sumrin þar til hægt verður að gera fullbúinn stíg.
2.   Starfsandi.
Sálfræðingur hefur verið að vinna með starfsfólki leikskólans til að stuðla að bættum starfsanda. Þetta hefur gengið vel og lýsti leikskólastjóri yfir ánægju sinni með þetta.
3.   Starfið.
Ung börn eru að koma ný inn í leikskólann og gengur það vel, þótt að annað starf verði aðeins þyngra í vöfum, sem eðlilegt er.
4.   Aðbúnaður.
Bent var á að einungis ein tölva er í leikskólanum og það myndi bæta starf leikskólans ef ein fartölva væri þar til viðbótar. Einnig talaði leikskólastjóri um göng yfir í Krummasel til að það yrði innangengt milli bygginga. Einnig vantar Trip Trap stóla og eins og staðan er núna þá þyrfti að kaupa strax einn. Leikskólastjóri sagði frá því að uppþvottavél og örbylgjuofn væru á síðasta snúningi. Laga þarf hurð að austan, sem er í matsalnum, vegna þess að hún lekur. Leikskólastjóri sagði einnig að það þyrfti að færa rennihurð inn í krakkabúð þannig ekki þurfi að ganga í gengum eldhúsið til þess að komast þangað inn. Í efri gluggum í forstofunni þyrftu að koma filmur til þess að geta dregið fyrir sólina. 
5.   Starfsmannaferð.
Leikskólastjóri sagði frá því að stefnan væri tekin til Prag næsta vor til þess að skoða leikskóla þar og kynnast því starfi sem fer fram þar.
6.   Starfsfólk.
Leikskólastjóri hældi starfsfólki sínu og er mjög ánægð með það og þeirra starf.

Skólastefna.
Skólastefna.
Verið er að vinna með útgangspunktana í skólastefnunni sem eru Hugur, hönd og heimabyggð. Smávegis hefur verið unnið að þessu innan hvors skóla fyrir sig en lítið milli skólanna. Rætt var um að finna þurfi fastan tíma fyrir skólastjórana til þess að vinna að þessari stefnu sameiginlega.


Grunnskólahluti
1.   Breytingar á skólareglum.

Skólastjóri greindi frá skólareglum og þeim breytingum sem hann leggur til. Nefndin samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.
2.   Skóladagatal næsta árs.
Dagatalið sýnt, skoðað og rætt. Nefndin samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
3.   Olweus.
Skólastjóri skýrði frá könnun sem verður sett fram í sjálfsmatsskýrslu skólans í vor. Könnunin var rædd og í framhaldi af því kynnti skólastjóri svokallað Olweusarverkefni. Skólastjóri greindi frá því að skólinn hefði áhuga á því að fara í Olweusarverkefnið í haust. Rætt var einnig um kostnað vegna þessa. Nefndinni finnst þetta verkefni áhugavert og lýsir yfir ánægju sinni með þessa hugmynd og hvetur til að þetta gangi eftir.
4.   Starfsmannamál.
Skólastjóri kynnti hugmyndir um hópaskiptingu fyrir næsta vetur. Sagði frá kennsluþörf, stuðningstímum og fæðingarorlofi kennara.
5.   Val 2010.
Krakkarnir hafa m.a. verið í leikskólanum, björgunarsveitinni og á bílaverkstæði í utanskólavalinu sínu og er skólastjóri mjög ánægður með það hvernig þetta hefur gengið. Einnig hafa nemendur verið í vali innan skólans og eru m.a. búnir að gera skólablað, stuttmynd o.fl.
6.   Lýsing við skólann.
Stjórn foreldrafélagsins benti á að lýsing við skólann væri óviðunandi og benti skólastjóri á hversu dimmt er við skólann og að það þurfi að gera úrbætur. Nefndin tekur undir þessa ábendingu og vísar málinu til sveitastjórnar.
7.   Þráðlaust net.
Fartölvuvagn kom í skólann í haust og eru kennarar afar ánægðir með þetta fyrirkomulag.


Ákveðið var að næsti fundur yrði fimmtudaginn 29. apríl 2010.
Fundi slitið kl. 18:45.

Fundargerð ritaði Margrét Ösp Stefánsdóttir.