Fræðslu- og æskulýðsnefnd

03.06.2010 00:00

Fræðslu- og æskulýðsnefndarfundur 3. júní 2010

Mættir voru nefndarmennirnir Jón Helgi Pétursson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Sigurlaug Sigurðardóttir. Benedikt Sveinsson og Þorsteinn Friðriksson boðuðu forföll. Einnig sátu fundinn Inga María Sigurbjörnsdóttir fyrir hönd kennara, Birna Friðriksdóttir fyrir hönd foreldrafélags Grenivíkurskóla og Krummafótar og starfsmanna Krummafótar. Einnig sat sveitastjóri fundinn, Guðný Sverrisdóttir.

Grunnskólahluti

1.  Starfið í vetur
Starfið gekk vel. Reglulega fundað með kennurum, samskólastjórum og nemendaverndarráði. 
Grænfánaverkefnið gekk sinn vanagang, gefinn var út bæklingur sem er á síðu skólans.  Lýðheilsustöðvarverkefnið var í lægð í vetur sökum anna. 
Útiskólinn var áfram og unnið var mikið þrekvirki á útiskennslusvæðinu í Lundsskógi.  Utanskólavalið gekk mjög vel og var ánægja með það.  Val á unglingastigi var áhugasvið og heimanám, hvort tveggja gekk mjög vel. Skólastjóri lýsti því yfir að hann myndi stefna á að halda utanskólavalinu áfram næsta vetur.
Skólastjóri vill koma á föstum fundum með leikskólastjóra næsta vetur og einnig þarf að funda oftar í stýrihóp lýðheilsuverkefnisins.
Ekki náðist að stofna skólaráðið en það þarf að gerast næsta vetur.
Nú í vor hófust framkvæmdir á neðri hæðinni og verða í gangi í sumar.

2. Næsti vetur
a)  Skóladagatal.  Gerðar voru smávægilegar breytingar frá síðustu kynningu skólastjóra. Skóladagatalið skoðast samþykkt af Fræðslu- og æskulýðsnefnd.
b)  Stundafjöldi.  Það verða um 56 nemendur í skólanum, 5 námshópar.  Yngsta stigið verður í 30 kst/viku en mið- og unglingastig í 35 kst/viku.
Kenndir verða 201 (198 í fyrra, þar áður 217) nemendatími og farið er fram á að fá 37 stuðningstíma til viðbótar (voru 36).  Af þessum stuðningstímum eru u.þ.b. 20 tímar í kennslu fatlaðra nemenda og 4 til viðbótar eru greiddir af öðru sveitarfélagi.
c)  Valgreinar.  Um 1/3 hluti stunda á unglingastigi á að vera val.  Skólinn verður með 2 tíma á viku í sk. utanskólavali, þar sem nemendur eru við störf utan skólans. Svo verða tvær valgreinar innan skólans.  Nemendur á unglingastigi völdu áhugasvið og heimanám, eins og var í vetur.
d)  Skólaakstur.  Næsta vetur verður ein heimferð með skólabílnum 4 daga en tvær heimferðir einn dag.  Mið- og unglingastig verður búið á sama tíma en nemendur á yngsta stigi úr sveitinni þurfa að bíða í skólavistun 1 kennslustund í viku.

3.  Starfsmannamál
Edda Björnsdóttir er í fæðingarorlofi og verður næsta skólaár. Þorgeir Rúnar Finnsson hefur verið ráðinn í hennar stað. Hann var ráðinn í maí þar sem Edda fór 1. maí.  Þá fer Guðrún Árnadóttir í fæðingarorlof í sumar og verður allt næsta skólaár. Elín Berglind Skúladóttir hefur verið ráðin í hennar stað. Sigríður Arnarsdóttir mun koma og kenna tónmennt. Edda Línberg íþróttakennari hefur sagt upp störfum og staða íþróttakennara hefur verið auglýst og er umsóknarfrestur til 15. júní. Eru þá allar stöður við skólann mannaðar.

Leikskólahluti

1. Starf síðasta vetrar
Starfið gekk vel með barnahópnum. Mikið er af ungum börnum en leikskólastjóri segir starfið samt hafa gengið mjög vel með þeim og jafnframt með eldri krökkunum.
Núna eru 4 börn að útskrifast en í staðinn koma 2 lítil börn þannig að í haust er útlit fyrir að það verði 20 börn í leikskólanum.

2. Starfsmannamál
Íris Þorsteinsdóttir er komin úr fæðingarorlofi og mun Margrét Ósk Hermannsdóttir koma úr sínu í sumar. Matráður fór í 50% starfshlutfall í júní 2009 og mun halda því starfshlutfalli áfram.

3. Starf næsta vetrar
Leikskólastjóri óskar eftir því að fá einn tíma á viku í tónmennt á leikskólann. Óvenjulega margt fagmenntað starfsfólk verður í leikskólanum næsta vetur og er útlit fyrir mjög áhugavert starf.

4. Tækjakaup
Kaupa þarf örbylgjuofn og ætlar leikskólastjóri að gera það. Þvottavél er jafnframt á síðasta snúningi.

5. Öryggi barna
Bílaplanið er nánast alveg upp að leikskólagirðingunni og ekki pláss að ganga fyrir framan bílana. Þetta þýðir að börnin ganga aftan við bílana og fara fyrir vikið beint út á götu og bíður það hættunni heim. Fræðslu- og æskulýðsnefnd beinir þessu erindi til sveitastjórnar og óskar eftir að gerð verði gangstétt fyrir framan bílastæðið.

Sameiginlegur hluti leik- og grunnskóla

1.  Skólastefna

Skólastjórar búnir að hittast og móta framtíðarsýn. Nefndin þarf að móta markmið í einstökum efnisflokkum. Í sjálfu sér væri ágætt að starfsmannafundir í skólunum mótuðu leiðir að markmiðunum. Þetta kynnt fyrir nefndinni. Ákveðið var að ný nefnd myndi halda áfram að vinna í þessari skólastefnu.

Fundargerð samþykkt og fundi slitið kl. 19:05.
Fundargerð ritaði Margrét Ösp Stefánsdóttir.