Fræðslu- og æskulýðsnefnd

20.01.2011 00:00

Þann 20. janúar 2011 kl. 17:00 kom fræðslu- og æskulýðsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í Grenivíkurskóla.   Fundinn sátu nefndarmennirnir Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þ. Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Gísli Gunnar Oddgeirssona boðaði forföll og kom Þorsteinn Þormóðsson í hans stað. Áheyrnarfulltrúar voru Inga María Sigurgeirsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir. Ásta F. Flosadóttir skólastjóri og Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri sátu fundinn sem og Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri.

Leikskólamál:
* Leikskólastjóri lýsir ánægju með starfsfólk leikskólans.
* Ný þvottavél er komin í leikskólann og er það vel.  Fljótlega mun leikskólinn fá 2 trip-trap stóla og einnig fartölvu. 
* Búið er að gefa leyfi fyrir framkvæmdum á göngustíg frá leikskóla að Túngötu.
* Útlit varðandi afleysingamál er gott.
* Von er á ungum börnum inn á leikskólann í sumar og vantar betri aðstöðu fyrir vagna.
* Sveitarstjóri fór á allar stofnanir hreppsins og komst að því að það þrengdi mest að í leikskóla. Á árinu 2012 á að setja leikskólann í forgang varðandi fjármagn. Starfsfólk hans er beðið um að koma með hugmyndir um hvað er brýnast að gera.
Skólastefna sveitarfélagsins:
* Umræður um skólastefnu sveitarfélagsins fóru fram og lýst nefndarmönnum að mestu leiti vel á þá stefnu. Skólastjórar munu fá afhend drög að skólastefnu og vinna að því með sínu starfsfólki að finna leiðir til að ná settum markmiðum.

Skólamál:
* Starfið gengur vel og starfsmannamál eru í góðum gír. Tveir starfsmenn eru í fæðingarorlofi. 
* Skólastjóri sagði frá því að ljósritunarvél og skjávarpi væru kominn á tíma og að borð á kennarastofu væru ljót og þyrfti að gera þau upp.
* Skólinn er að fá lítil hljóðfæri, hristur ofl.
* Skólastjóri skýrði frá drögum að hópaskiptingu bekkja á næsta skólaári.
* Skólastjóri greindi frá áhyggjum sínum af niðurskurðarmálum í skólakerfinu.  Ekki er hægt að draga saman í kerfinu nema að breyta lögum.  Það gæti komið til á vorþingi.  Tekið verður á því þegar þar að kemur. 
* Umræður fóru fram um stuðningstíma og fram kom að stór hluti stuðningstíma sé greiddur af jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Fundi slitið kl. 21:15. Eftir fund var gengið um skólahúsnæðið og skoðaðar þær breytingar sem gerðar voru til að aðstoða sjónskertan nemanda.