- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 26. maí 2011.
Mættir eru nefndarmennirnir Fjóla Stefánsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Gísli Gunnar Oddgeirsson boðaði forföll og situr Þorsteinn Þormóðsson fundinn í hans stað. Einnig sitja fundinn Ásta F. Flosadóttir skólastjóri, Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri, Hermann Gunnar Jónsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Birna Kristín Friðriksdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla. Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla boðaði forföll. Einnig situr Guðný Sverrisdóttir sveitastjóri fundinn.
Fundurinn er haldinn í Grenivíkurskóla kl. 21:00 og eru gjörðir fundarins eftirfarandi:
1. Leikskólahluti.
Starfið. Leikskólastjóri skýrði frá því að borist hafi beiðni um tímabundna vistun fyrir barn sem komið er af leikskólaldri en þarfnast leikskólavistunar í sumar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við það ef aðstæður leyfa og felur leikskólastjóra að vinna að lausn þessa máls.
Húsnæði. Leikskólastjóri greindi frá plássleysi í leikskólanum og stækkunarmöguleika.
2. Skólastefna Grýtubakkahrepps.
Fræðslu- og æskulýðsnefnd ásamt skólastjóra leikskóla og grunnskóla, hafa unnið að því í vetur að gera skólastefnu fyrir Grýtubakkahrepp. Þessi skólastefna á að vera sameiginleg stefna fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Stefnan var send foreldrum leik- og grunnskólabarna til umsagnar og var farið yfir þær athugasemdir sem bárust.
Skólastefnan var rædd og borin upp til samþykktar. Stefnan skoðast samþykkt af fræðslu- og æskulýðsnefnd og er henni vísað til sveitastjórnar.
3. Grunnskólahluti.
Skóladagatal. Skólastjóri bar skóladagatal upp til samþykktar. Skóladagatalið skoðast samþykkt af hálfu fræðslu- og æskulýðsnefndar, sem vísar dagatalinu áfram til sveitastjórnar.
Starfið. Skólastjóri skýrði frá breyttu fyrirkomulagi foreldraviðtala sem verða í byrjun næsta skólaárs. Einnig sagði skólastjóri frá fyrirkomulagi umsjónastarfs næsta vetrar sem og tillögu að hópaskiptingu nemenda. Rætt var um skólavistun næsta vetrar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:28.
Fundargerð ritaði Margrét Ösp Stefánsdóttir.