- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 08. desember 2011.
Mættir eru nefndarmennirnir Fjóla Stefánsdóttir, Gísli Gunnar Oddgeirsson.
Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir.
Einnig sitja fundinn Ásta F. Flosadóttir skólastjóri, Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri, Birna Kristín Friðriksdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna og starfsfólks leikskóla, Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi leikskólabarna og starfsfólks grunnskóla og Þorgeir Rúnar Finnsson fulltrúi félagsmiðstöðvar.
Fundurinn er haldinn í Grenivíkurskóla kl. 17:15 og eru gjörðir fundarins eftirfarandi:
1. Leikskólahluti
Starfið.
26 börn eru í leikskólanum Krummafæti og þar af eru 7 eins árs börn sem er frekar hátt hlutfall. Ekki er hægt að taka inn fleiri börn að svo stöddu. Mikið plássleysi er á leikskólanum, forstofan er of lítil, mjög lítið pláss fyrir vagna og starfsmannaaðstöðu ábótavant. Verið er að skoða með starfsmönnum leikskólans hvernig best er að leysa þessi mál en það þyrfti að gerast sem allra fyrst. Námsskrá er í vinnslu.
Starfsmannamál.
Stöðugildi og barngildi eru rétt undir viðmiðum. Starfsfólk leikskólans stendur sig mjög vel.
Gátlisti.
-Farið yfir atriði af gátlista frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ábyrgð skólanefnda í málum leikskóla. Gátlistinn er útprentaður og fór nefndin yfir hluta af listanum með leikskólastjóra.
-Haldið verður áfram með yfirferð gátlistans á næsta fundi.
2. Sameiginlegur hluti leik- og grunnskóla
Ákveðið er að tilkynna foreldrum barna sem eru í gæslu um að það sé nemandi í skólanum sem fylgi grunnskólabörnum í gæslu niður í leikskóla.
Skólastjóri og leikskólastjóri eru að koma sér saman um danskennslu sem verður þegar líða tekur á veturinn.
3. Grunnskólahluti
Starfið.
-Einn nemandi er að hætta í Grenivíkurskóla og þá verða nemendur 60.
-Allt gengur sinn vanagang og er jólaundirbúningur að hefjast. Síðasti skóladagur fyrir jólafrí er 15. desember.
-Skólastarfið gengur mjög vel. Framhaldið er í föstum skorðum. Vorskemmtun hefur verið ákveðin í vikunni eftir þorrablót.
-Rætt er um eineltismál og þarf að taka þau föstum tökum og vera vel vakandi yfir þeim.
-Vel gengur með félagsmiðstöð skólans, stefnt er á suðurferð eftir áramót með elstu bekkina og einnig er verið að plana keiluferð til Akureyrar.
Starfsmannamál.
Starfsmannamál eru í góðu lagi og allt gengur vel. Skólinn er fullmannaður.
Gátlisti.
Farið yfir gátlista frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ábyrgð skólanefnda í málum grunnskóla og fór nefndinn yfir hluta af listanum með skólastjóra. Haldið verður áfram með yfirferð gátlistans á næsta fundi.
Öryggi barna í og úr skóla.
-Fræðslu og æskulýðsnefnd ræddi öryggi barna þegar þau eru keyrð í skólann. Erfitt getur verið að hleypa barni úr bíl þannig að öryggi þess sé nægilegt. Jafnframt var rætt um öryggi barna sem ganga kirkjustíg í skólann. Lýsing er takmörkuð og mokstur erfiður sökum handriða á brú.
-Fræðslu og æskulýðsnefnd beinir því til sveitastjórnar að athuga hvort hægt sé að koma upp hringakstri við plan skólans eða annari lausn sem veldur því að börnin séu örugg frá bíl að skóla.
-Einnig beinir nefndin því til sveitastjórnar að bæta þurfi almennt öryggi og aðgengi barna sem ganga kirkjustíg í skólann.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.18:45.
Fundargerð ritaði Gísli Gunnar Oddgeirsson.