- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
FRÆSK
6. fundurFundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd haldinn 26. ágúst 2014 í Grenivíkurskóla.
Fundinn sátu Sigurbjörn Þór Jakobsson, Þórunn Lúthersdóttir, Elín Jakobsdóttir varamaður fyrir Fjólu Stefánsdóttur, Hólmfríður Hermannsdóttir, Þorgeir Finnsson, Þorsteinn Þormóðsson, Auður Adda Halldórsdóttir, Inga María Sigurbjörnsdóttir, Margrét Ósk Hermannsdóttir, Róbert Þorsteinsson og Þröstur Friðfinnsson.
Sigurbjörn bauð sig fram til formanns, Fjóla Stefánsdóttir sett sem varaformaður og Þórunn Lúthersdóttir ritari.
1 mál. Hólmfríður Hermannsdóttir talar um mál leiksskólans.
27 börn á leiksskólanum og nóg starfsfólk, 2 ný börn búin að sækja um pláss í október og þá vantar hálft stöðugildi við leiksskólann. Þrír nýjir starfsmenn. 4 ný börn hófu leikskólagöngu í ágúst þar af eitt sem þarf mikinn stuðning. Skóladagatal ekki tilbúið en verður tilbúið fyrir næsta FRÆSK fund. Skipulagsdagur hafður sama dag og hjá grunnskólanum. Húsnæði hefur verið lagað mikið en það vantar enn upp á t.d. rými fyrir stuðningskennslu og betri aðstöðu fyrir starfsmenn. Búið að laga lóðina í sumar og verið að laga við þakrennurnar þar sem farið var að renna inn um gluggana og timbur orðið ónýtt. Vinna við nýja námsskrá út frá nýrri aðalnámsskrá gengur vel. Sameiginleg vinna milli leik- og grunnskólans er danskennslan í haust, aðfengin leiksýning og skólaheimsóknir. Vilji fyrir því að leiksskólinn fái að vera með í Græn fánaverkefni grunnskólans.
2 mál. Margrét Ósk Hermannsdóttir yfirgaf fundinn.
Næst var rætt það að Hólmfríður Hermannsdóttir hefur fengið ársleyfi frá störfum. Sveitastjórn hefur óskað eftir áliti nefndar á því að Margrét Ósk Hermannsdóttir sinni afleysingum leikskólastjóra í hennar fjarveru. Nefndin hefur engar athugasemdir fram við það að færa að Margrét verði ráðin í þennan tíma.
3 mál. Hólmfríður Hermannsdóttir yfirgaf fundinn.
Þorgeir Finnsson ræðir mál grunnskólans. Nefndinni var sýndur stundafjöldi, tillaga að hópaskiptingu og skóladagatal. Tímum fækkað um ca 12 kennslustundir. Stuðningstímar eru 10 kennslustundir á viku, námsver 7 tímar og aukaíslenska 6 kennslustundir á viku. María Gunnarsdóttir er nýr kennari. Ásta Flosadóttir fer í fæðingarorlof, Sandra Tómasdóttir er í fæðingarorlofi. Byrjendalæsi heldur áfram sem og önnur verkefni. Skólanámsskrá samkvæmt nýrri aðalnámskrá er ekki tilbúin en sú vinna heldur áfram. Starfsáætlun er verið að ganga frá og þyrfti samþykki nefndarinnar sem fyrst. Samþykkt er að starfsáætlunin verði send nefndarmönnum í tölvupósti til yfirlestrar. Skólaakstur með nokkuð óbreyttu móti, ekki eru tvær heimkeyrslur þá daga sem eldri börnin eru lengur í skólanum en þau yngri heldur er bilið brúað með skólavistun. Mikið búið að vinna að viðhaldi á ytra byrði skólans. Fjárveiting upp á 1,5 milljónir fékkst til að endurnýja smíðastofu og verið er að vinna í því. Ekki er kominn manneskja til að sinna félagsmiðstöðinni í vetur.