- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 44
Mánudaginn 3. febrúar 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Bréf frá Eyþingi dags. 23. janúar 2003
Í bréfinu er verið að boða námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 15.-16. og 22.-23. febrúar nk. Lagt fram og mun sveitarstjóri annast bókun fyrir þá sem hyggjast fara á námskeiðið.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra frá 13. janúar 2003
Lagt fram.
3. Breytingar á starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, s.m.b. fundargerð frá síðasta fundi, lið 2.
Rætt var um mögulegar breytingar á starfsemi AFE, m.a. út frá skýrslu um aðild Akureyrarbæjar að atvinnumálum. Ekki var tekin afstaða til málsins en sveitarstjóra falið að ræða við önnur sveitarfélög, sem aðilar eru að AFE, varðandi þeirra viðhorf.
4. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2004-2006 fyrri umræða
5. Önnur mál
Lagðar voru fram reglur Sjávarútvegsráðuneytisins um skiptingu byggðakvóta. Þar kemur m.a. fram að byggðakvóta sé úthlutað til byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdáttar í sjávarútvegi. Miðað við þær forsendur sem ráðuneytið styðst við varðandi úthlutunina, virðist Grýtubakkahreppur ekki vera byggðarlag sem á kost á að fá úthlutuðum byggðakvóta.