17.02.2003 00:00
Hreppsnefndarfundur nr. 45
Mánudaginn 17. febrúar 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17.00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
-
Farið í vettvangsferð
Skoðað var Krummasel, ný slökkvistöð og nýtt áhaldahús.
-
Fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar frá 26. janúar og 3. febrúar 2003.
Í fundargerðunum er meðal annars farið fram á að sveitarfélög á svæðinu sjái hvert fyrir sig um búfjáreftirlit í sínu sveitarfélagi í vorskoðun 2003. Samþykkt að skipa Þórarinn Inga Pétursson, búfræðing, til að annast búfjáreftirlit vorið 2003 og verður Guðni Sigþórsson, verkstjóri honum til aðstoðar.
-
Skipting áætlaðs launakostnaðar í T.E. á vorönn 2003 og fundargerðir T.E. 64. og 65. fundar.
Lagt fram og áætlunin samþykkt.
-
Tillögur að deiliskipulagi við Lækjarvelli á Grenivík.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu 4 frá Arkitektur.is, að því undanskildu að lóð fyrir einbýlishús, sem staðsett er næst lóð verslunarhúsnæðis í eigu Kletta ehf., er tekin út af skipulaginu.
-
Bréf og gögn frá Álfheiði Karlsdóttur frá 10. febrúar sl.
Álfheiður er að fara fram á að fá greidda fasta yfirvinnu, en föst yfirvinna er greidd m.a. á Húsavík, Akureyri og Dalvík. Sveitarstjóra falið að kanna ástæðu fastrar yfirvinnu hjá iðjuþjálfum hjá Akureyrarbæ og jafnframt er sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Álfheiði.
-
Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra frá 27. nóvember 2002 og 29. janúar 2003.
Lagt fram.
-
Fundargerðir Sorpeyðingar Eyjafjarðar báðar frá 22. jan. sl.
Lagt fram.
-
Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2003-2006, seinni umræða.
Samþykkt áætlun sem felur í sér eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða:
1. 2003 7.379 þ.kr.
2. 2004 6.110 þ.kr.
3. 2005 5.259 þ.kr.
4. 2006 4.647 þ.kr.
Sjóðstreymi:
1. 2003 2.668 þ.kr.
2. 2004 3.608 þ.kr.
3. 2005 3.028 þ.kr.
4. 2006 5.808 þ.kr.
-
Önnur mál
Samþykkt að afskrifa hlutafé að bókfærðu verði kr. 149.596-, í Sjóferðum ehf.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 19:45