31.03.2003 00:00
Hreppsnefndarfundur nr. 47
Mánudaginn 31. mars 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson, en í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn
Gjörðir fundarins voru þessar:
- Skýrsla um söfn og sýningar í Eyjafirði
Héraðsnefnd Eyjafjarðar stóð fyrir verkefninu, en það var unnið undir stjórn Minjasafnsins á Akureyri. Skýrslan lögð fram.
- Bréf frá Júlíusi Jóakimssyni, ódagsett.
Júlíus er að fara fram á afslátt af fasteignagjöldum þar sem hann og kona hans eru bæði 75% öryrkjar. Afgreiðslu frestað. Jenný vék af fundi undir þessum lið.
- Bréf frá leikskólastjóra dags. 24.03.2003.
Leikskólastjóri er að fara fram á að starf matráðskonu verði aukið í 80%. Sveitarstjóra falið að útfæra starfshlutfall í samráði við leikskólastjóra.
- Fundargerð Eyþings dags. 28. febrúar 2003.
Lögð fram.
- Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 20. mars 2003 og reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Með bréfinu er verið að óska eftir samstarfi og aðstoð sveitarfélaga við upplýsingaöflun um nýtingu beitilanda. Erindinu vísað til fjallskilastjóra til umsagnar.
- Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 10. mars sl.
Fundargerðin lögð fram.
- Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar dags. 17.03.2003.
Er bréfið varðandi endurkoðun á starfsemi AFE. Sveitarstjóra falið að kanna málið.
- Bréf frá Ferðamálasamtökum Norðurlands eystra og vestra dags. 20. mars 2003.
Bréfið fjallar um stofnun Markaðsskrifstofu Norðurlands. Lagt fram til kynningar.
- Samningar við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars.
Lögð fram drög að verksamningi við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars og drög að samningi um uppbyggingu svæðis við Lækjarvelli milli Grýtubakkahrepps og Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna í málinu
- Fulltrúi á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri.
Guðný Sverrisdóttir kosin fulltrúi og Benedikt Sveinsson til vara.
- Kostnaður vegna talmeinafræðinga.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða kostnað við talmeinafræðing fyrir börn sem Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir ef talin er ástæða til meðferðar að mati Fjölskyldudeildarinnar á Akureyri. Sveitarfélagið greiðir kostnað sérfræðings að sama marki og Tryggingastofnun.
- Málefni iðjuþjálfa.
Sveitarstjóra falið að ræða við iðjuþjálfa varðandi útfærslu á starfi.
- Kosning 2ja manna í stjórn Sparisjóðs Höfðhverfinga og 2ja til vara.
Aðalmenn Jón Þorsteinsson og Ari Laxdal. Til vara Sveinn Sigurbjörnsson og Sólveig Jónsdóttir.
- Bréf frá Ragnheiði Maríu Harðardóttur dags. 15. mars 2003.
Er Ragnheiður að biðja um kauphækkun. Ákveðið að leita álits hjá launanefnd sveitarfélaga. Þórður vék af fundi meðan þessi liður var til umfjöllunar.
- Áætlun um kennslustundir skólaárið 2003-2004 í Grenivíkurskóla.
Einnig lögð fram greinargerð um unnin tíma hjá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar við Grenivíkurskóla. Skólastjóri er hvattur til að auglýsa eftir kennurum strax.
- Bréf frá Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur dags. 25. mars 2003.
Nanna er að fara fram á að sorphreinsunargjald vegna Miðgarða 8 verði endurskoðað. Ákvörðun frestað.
- Bréf frá embætti yfirdýralæknis, ódagsett.
Fjallar bréfið um að gripir í Kolgerði voru skoðaðir og virtist þokkalegt ástand á þeim og gripirnir í bata.
- Önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:00