28.04.2003 00:00
Hreppsnefndarfundur nr. 49
Hreppsnefndarfundur verður haldinn í hreppsnefnd Grýtubakka- hrepps mánudaginn 28. apríl 2003 klukkan 18.00 í gamla skólanum. Allir hreppsnefndarmenn voru mættir ásamt sveitarstjóra.
Gjörðir fundarins voru þessar:
-
Söfn og sýningar í Eyjafirði
Fulltrúar frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar og Minjasafninu komu á fundinn og kynntu skýrslu um söfn og sýningar í Eyjafirði.
-
Vefsíðugerð smb. síðustu fundargerð
Samþykkt er að leita eftir því að Athygli ehf. annist gerð heimasíðu fyrir Grýtubakkahrepp en tilboðið frá þeim hljóðaði upp á kr. 440.000-.
-
Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 7. apríl sl.
Fundargerðin samþykkt.
-
Bréf frá Fjólu Stefánsdóttur frá 14. apríl sl
Í bréfinu bendir Fjóla á atriði sem mögulega þarfnast úrbóta á lóð og bílastæði við Grenilund. Samþykkt að stefna að því að malbika bílastæði við Grenilund í sumar og er sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
-
Sorpeyðing í Eyjafirði
Lagt fram bréf frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. ásamt sorpáætlun fyrir Eyjafjörð 2003-2006. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
-
Bréf frá Kjartani Lárussyni f.h. Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi
Samþykkt að taka þátt í Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi, að því gefnu að samstaða náist um slíkt meðal sveitarfélaga á svæðinu og að kostnaður sveitarfélagsins vegna þessara mála aukist ekki frá því sem áður var, meðan þessi málaflokkur var hjá AFE.
-
Bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi frá 15. apríl sl.
Verið er að leita eftir styrkveitingu. Erindinu hafnað.
-
Ársreikningur H.N. fyrir 2002
Lagt fram.
-
Farið yfir kjörskrá Grýtubakkahrepps
Samþykkt að leggja kjörskrá fram.
-
Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 15. apríl sl.
Lagt fram.
-
Hitaveitumál
Rædd.
-
Fráveitumál í dreifbýli
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
-
Samningar við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars
Sveitarstjórn lýsir vonbrigðum sínum um hvernig mál hafa þróast varðandi samninga um byggingu íbúða, sem til stóð að Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. byggði fyrir Grýtubakkahrepp annars vegar og á eigin vegum hins vegar. Sveitarstjórn taldi að sameiginlegur skilningur hafi verið fyrir því að íbúðir sem TSH ehf. byggði á eigin vegum skyldu vera tilbúnar til notkunar 1. desember 2003 og þar með koma til móts við þá þörf sem er fyrir íbúðarhúsnæði á Grenivík. Sveitarfélagið var tilbúið til að ganga til samninga við TSH ehf. án útboðs á grundvelli þessa sameiginlega skilnings. Sveitarstjórn samþykkir að gangi TSH ehf. ekki að þeim skilmálum, sem fram koma hér að ofan, fyrir 1. maí n.k. muni ekkert verða að samningum við TSH ehf.
-
Önnur mál
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:55.