05.05.2003 00:00
Hreppsnefndarfundur nr. 50
Mánudaginn 5. maí 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að Jóhanni Ingólfssyni undanskildum, en Fjóla V. Stefánsdóttir sat fundinn í hans stað.
Gjörðir fundarins voru þessar:
-
Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2002, fyrri umræða
Fyrri umræðu lokið.
-
Sorpeyðing í Eyjafirði smb. síðasta fund
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
-
Erindi frá fjölskyldu Jóns Óskarssonar
Að fengnu áliti lögfræðings sveitarfélagsins, telur sveitarstjórn sig skorta lagaheimildir til að verða við beiðninni og er henni því hafnað.
-
Kaupsamningur vegna Kolgerðis í Grýtubakkahreppi
Laður fram kaupsamningur milli dánarbús Jóns Óskarssonar kt. 230139-3699 annars vegar og Guðbergs Egils Eyjólfssonar kt. 271171-4639 og Birnu Kristínar Friðriksdóttur kt. 080369-3959 hins vegar. Sveitarstjórn samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.
-
Ályktun frá 63. fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Umræðu frestað.
-
Ástandsskoðun á Ægissíðu 21
Haukur Haraldsson hjá AVH hefur gert ástandsskoðun á Ægissíðu 21. Farið yfir fyrirliggjandi gögn.
-
Tillaga að breytingum á skrifstofu Grýtubakkahrepps
Lögð fram tillaga að breytingum á skrifstofu gerð af Hauki Haraldssyni hjá AVH.
-
Minnispunktar vegna vettvangsferðar hreppsnefndar þann 15.10.2002
Rætt um mögulega framvindu einstakra verkefna.
-
Fundargerð hreppsfundar þann 15.04.2002
Lögð fram.
-
Samningar við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars
Lagður fram undirritaður samningur við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf., sbr. samþykkt á síðasta fundi. Jafnframt er samþykkt að úthluta TSH ehf. lóðum við Lækjarvelli 2 og 4, háð samþykki á deiliskipulagi.
-
Ný skólastofa í Grenivíkurskóla
Samþykkt að flytja bókasafn í miðrými og útbúa kennslustofur þar sem bókasafn er nú.
-
Önnur mál
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:40.