16.06.2003 00:00
Hreppsnefndarfundur nr. 53
Mánudaginn 16. júni 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Gjörðir fundarins vorur þessar:
-
Kosning oddvita og varaoddvita
Oddviti sveitarstjórnar var kjörinn Þórður Stefánsson, en hann hlaut 4 atkvæði og Jóhann Ingólfsson 1 atkvæði. Varaoddviti var kjörinn Jóhann Ingólfsson, en hann hlaut 4 atkvæði, og Jenný Jóakimsdóttir 1 atkvæði.
-
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 12. maí sl.
Lagt fram.
-
Bréf frá Umferðarstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 30.05.2003
Lagt fram.
-
Lagðar fram athugasemdir við greinargerð Grýtubakkahrepps frá Guðrúnu Fjólu Helgadóttur vegna álagningar fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi dags. 28.05.2003
Sveitarstjórn telur athugasemdir Guðrúnar ekki eiga við rök að styðjast.
-
Fundargerð leikskólanefndar frá 21. maí sl.
Fundargerðin samþykkt.
-
Fundargerð Eyþings frá 26.05.2003
Lagt fram.
-
Bréf frá The Arctic North Norðurland ódagsett
Lagt fram.
-
Athugasemdir frá Vinnueftirliti dags. 30.05.2003. vegna áhaldahúss og slökkvistöðvar
Sveitarstjóra falið að vinna að úrbótum í samvinnu við framkvæmdastjóra Sæness ehf.
-
Bréf frá Orkustofnun dags. 05.05.2003
Samþykkt að styrkja gerð jarðfræðikorta af svæðinu um allt að kr. 200.000-, en slík kort nýtast m.a. við jarðhitaleit, efnaleit og skipulagsvinnu. Greiðslan verður tekin af óráðstöfuðu skv. fjárhagsáætlun.
-
Staða mála varðandi viðgerðir á Ægissíðu 21
Samþykkt að skipta alfarið um glugga.
-
Tryggingamál hjá Grýtubakkahreppi
Samþykkt að bjóða út tryggingar fyrir Grýtubakkahrepp frá og með næstu áramótum.
-
Heimsókn frá stjórn Íbúðalánasjóðs 18. júní n.k.
Rætt um málefni sem æskilegt að rædd verði og dagskrá heimsóknarinnar.
-
Lóð við Lundsbraut 2
Samþykkt að gerður verði lóðarleigusamningur á grundvelli meðfylgjandi uppdráttar.
-
Erindi frá Sveinbirni Guðmundssyni samanber síðasta fund
Erindið rætt en afgreiðslu frestað.
-
Önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:30.